UPPSKRIFT
Hráefni:
Deigið:
1 kg Hveiti
Tæpur 1L Súrmjólk
Salt og pipar
Lauk krydd (onion powder)
Hvítlauks krydd ((garlic powder)
Fylling fyrir Ruskie Pierogi:
3 Kartöflur (stórar)
Ca 400g ostur (ég nota Kotasælu en getið prufað að spyrjast fyrir í pólsku búðunum hvort þau eigi hvítan ost fyrir pierogi)
1-2 laukar smátt skornir
2-3 hvítlaukageirar
Salt og pipar
Valfrjálst: steikt og smátt skorið beikon
Aðferð:
Deigið:
Setjið hveiti og súrmjólk saman í skál , bætið dass af kryddunum út í og hrærið saman (getið hrært saman handvirkt, í hrærivél eða jafnvel matvinnsluvél).
Við viljum deigið ekki of blautt, en ekki of þurrt heldur. Hefur virkað fyrir mig að hella fernunni þannig að hún hættir að flæða án þess að ég hristi hana.
Ef þið gerið þetta handvirkt hnoðið þá degið saman aðeins þannig að það nokkuð heillegt.
Setjið plast utan um deigið þegar það er tilbúið og leyfið að hvílast í hálftíma.
Fylling:
Mæli með að gera fyllinguna aðeins fram í tímann, sjálfur geri ég hana kvöldið áður en nokkrir klukkutímar duga, svo lengi sem hún nær að kólna alveg niður.
Sjóðið kartöflurnar. Á meðan þið gerið það steikið þá laukinn á vægum hita, bætið pressuðum(eða mjög fínt skornum) hvítlauknum við nokkrum mínútum síðar.
Stappið saman skrældu og soðnu kartöflunum. Bætið þar á eftir lauknum við og hrærið saman.
Næst fer osturinn (kotasælan eða hvíti osturinn úr pólsku búðunum, bara ekki nota rifin pizza ost… Pólverjarnir munu hlægja að ykkur haha)
Dass af salti og pipari, hrærið vel saman, og inn í ísskáp til að kólna.
Samsetning:
Það eru nokkrar aðferðir við samsetningu..
Þið getið skorið út smá bita af deigi, rúllað í kúlu og myndað hringlaga deig úr því, eða jafnvel flatt það með t.d. pott eða pönnu..
Sjálfur sker ég smá búta af deiginu, rúlla það nokkuð þunnt, tek bolla og sker það þannig út, fæ góða stærð og get skorið nokkur þannig í einu ( muna bara að setja hveiti á undirlagið fyrst og á kökukeflið líka.
Takið fyllinguna, fylli tæplega eina matskeið, rúlla í kúlu, setjið á útskorið deig, lokið og klípið endana saman.
Eldun:
Sjóðið vatn. Saltið vatnið. Þegar það byrjar að sjóða setjið nokkra pierogi út í, passið að þeir festist ekki saman. Ferskir taka kringum 3-4 mínútur að eldast.
Gott er að framreiða þennan rétt með hægelduðum lauk, hef líka gert gott salat með, notað blómkálssúpu sem sósu… Það er hægt að leika sér vel og mikið hérna.
Frystið svo það sem þið steikið ekki, passið bara að hafa bil á milli þeirra og bökunarpappír á milli hæða af þeim svo þeir festist ekki saman. Þegar þeir eru frosnir er hægt að setja þá saman í poka til að spara pláss í frystinum.
Smacznego 😉
Rúnar Örn insta@kinglordpresident